Fjör á fyrsta í aðventu
Það var nóg um að vera í Vogunum á fyrsta sunnudegi í aðventu. Minjafélagið var með opið í skólahúsinu Norðurkoti sem búið var að klæða í jólabúning. Minjafélagið var einnig með glæsilegan jólamarkað í Skjaldbreið, sem er hlaða frá 1850, og þar ríkti hinn sanni jólaandi. Þá var kvenfélagið Fjóla var með sinn margrómaða kökubasar þar sem borðin svignuðu undan tertum og öðru heimagerðu góðgæti.
Skemmtilegheit dagsins náðu hámarki þegar kveikt var á jólatré bæjarins. Þá söng kór Kálfatjarnarkirkju tvö sígild jólalög fyrir gesti sem gafst einnig færi á að taka þátt í söngnum. Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur, fór með stutta hugvekju.
Eftir hugvekju Arnórs voru svo ljós trésins tendruð. Birtan var svo mikil að hún dró að tvo rauðklædda bræður, þá Stúf og Giljagaur. Þeir héldu uppi stuðinu það sem eftir lifði viðburðarins með söng, dansi, gríni og glensi.