VF Krossmói
VF Krossmói

Mannlíf

Garðfólk í stuði á Íslandsmóti verk- og iðngreina
Helgi Líndal Elíasson.
Fimmtudagur 20. mars 2025 kl. 06:05

Garðfólk í stuði á Íslandsmóti verk- og iðngreina

Nemar frá Suðurnesjum stóðu sig vel á Íslandsmóti verk- og iðngreina fyrir 22 ára og yngri sem haldið var um síðustu helgi í Laugardalshöllinni en að auki var framhaldsskólakynningin Mín framtíð haldin í samvinnu við menntamálaráðuneytið. Þrír Íslandsmeistaratitlar komu í hús auk verðlauna fyrir 2. og 3. sæti.

Valgerður Amelía Reynaldsdóttir, nemi á 2. önn í hárgreiðslu í Fjölbrautaskóla Suðurnesja varð Íslandsmeistari í fantasíugreiðslum með víkingaþema.

Aleksander Klak, nemi í forritun í FS varð í 2. sæti í forritun. Þá varð rafvirkjaneminn Aron Kristinsson í 3. sæti í rafiðn en hann er nemi í FS.

VF Krossmói
VF Krossmói

Þá unnu tveir fyrrverandi nemendur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja fyrstu verðlaun. Berglind Elma Baldvinsdóttir varð Íslandsmeistari í fantasíu greiðslu með Bridgeton þema en hún er nemi á 5. önn í Tækniskólanum.  Helgi Líndal Elíasson, nemi í Tækniskólanum varð Íslandsmeistari í gullsmíði en hann er nemi í Tækniskólanum.

Þess má geta að fjögur þeirra, þau Valgerður, Berglind, Helgi og Alexander hafa búið eða búa í Garðinum í Suðurnesjabæ.

Berglind Elma Baldvinsdóttir.

Valgerður Amelía Reynaldsdóttir.

Aleksander Klak.

Aron Kristinsson.