Mannlíf

GDNR í straumi frá Hljómahöll í kvöld
Þriðjudagur 7. apríl 2020 kl. 09:38

GDNR í straumi frá Hljómahöll í kvöld

Söngkonan GDRN kemur fram í beinni útsendingu í gegnum streymi á Facebook-síðu Hljómahallar og á vef ruv.is og á Rás 2 í kvöld. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00.

Hljómahöll og Rokksafn Íslands bjóða landsmönnum upp á ýmsa tónlistartengda viðburði um þessar mundir í gegnum streymi á netinu á þessum óvissutímum.  Fyrst gestir komast ekki á tónleika í Hljómahöll og loka þarf Rokksafni Íslands þá geta gestir kíkt í rafræna heimsókn á tónlistartengda viðburði á næstu vikum. Þar á meðal má nefna beinar útsendingar frá tónleikum í Hljómahöll þar sem fram koma nokkrir þekktir tónlistarmenn og hljómsveitir.

Viðreisn
Viðreisn

Þessi flotta söngkona á tengingu til bítlabæjarins en faðir hennar, Jóhannes Eyfjörð, er fæddur og uppalinn í Keflavík.