Ívar Valgarðsson - Úthaf
Ný sýning í Listasafni Reykjanesbæjar opnar á laugardag
Opnun einkasýningar Ívars Valgarðssonar, Úthaf, verður í Listasafni Reykjanesbæjar laugardaginn 18. janúar kl 14:00. Sýningin stendur til 19. apríl 2025.
Ívar Valgarðsson (f. 1954) er listamaður sem hefur áhuga á eðli hlutanna. Hann notar ofur kunnuglegan og algengan efnivið til að búa til innsetningar sem fjalla á ljóðrænan hátt um hvernig skynjun skapar heiminn. Ívar hefur skapað nýtt verk fyrir sýninguna, Úthaf, innsetningu sem tekur heilt sýningarrými og samanstendur af 179 ljósmyndum og málverki. Úthaf fjallar um mikilfengleika hafsins sem umlykur Reykjanesbæ og einstaklingseðli upplifunar. Auk nýja verksins eru einnig verk sem spanna listamannsferil Ívars. Hér er því fágætt tækifæri til að kynna sér skarpskyggni listamannsins og trúfestu við ákveðna aðferðarfræði um árabil. Tími er ávallt til staðar í verkum hans. Sköpunarferlið endurspeglast oft í tímalegri upplifun áhorfenda. Þessi upplifun á tíma er mögulega mesti grundvallarþáttur náttúrunnar – og fyrir Ívari er náttúran forsenda alls.
Sýningarstjóri er Gavin Morrison.
Úthaf er styrkt af Safnasjóði og listamaðurinn er styrktur af Myndlistarsjóði.