HS Orka
HS Orka

Mannlíf

Grindavíkurþættir sanka að sér verðlaunum
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 10. apríl 2025 kl. 13:40

Grindavíkurþættir sanka að sér verðlaunum

„Mikill heiður að fá verðlaun erlendis,“ segir Garðar Örn Arnarson, leikstjóri

„Viðtökurnar hafa verið frábærar og svo er það mikill heiður að fá svona verðlaun og það erlendis. Ég var viðstaddur í Liverpool og það var gaman og óvænt að taka á móti þeim verðlaunum því ég vissi ekki af tilnefningunni í þessum sérstaka flokki,“ segir Keflvíkingurinn Garðar Örn Arnarson, leikstjóri sjónvarpsþáttanna um Grindavík sem hafa verið sýndir í vetur á Stöð sport og Stöð 2 en þar starfar Garðar Örn.

Garðar segist hafa fengið mikið lof fyrir í skilaboðum og frá fólki á förnum vegi. „Margir hafa stoppað mig í Nettó og fleiri stöðum til að ræða þetta. Einnig hefur verið að detta inn áhugi erlendis, sérstaklega eftir að við fórum að verða sýnilegir á þessum hátíðum. Það er svo bara að sjá hvað sumarið ber í skauti sér. Við erum með þættina í innsendingu á mörgum hátíðum sem við bíðum spenntir eftir svörum frá hvort við séum inni eða úti. Það skýrist mest allt í lok apríl og lok maí. Þannig að vonandi verðum við það lánsamir að geta ferðast með þetta sem mest í sumar út í heim,“ segir Garðar.

VF Krossmói
VF Krossmói

Aðspurður um  fleiri áhugaverð verkefni nefnir hann nýja þætti um knattspyrnutvíburana Arnar og Bjarka frá Akranesi sem unnin var með Skagamanninum Gunnlaugi Jónssyni. Sýningar á þeim þáttum hófst um þar síðustu helgi.

Þrenn verðlaun

Þættirnir um Grindavík sem hafa verið á skjánum hjá Stöð 2 sport og Stöð 2 í vetur hafa fengið nokkur verðlaun að undanförnu.

Liverpool Indie Awards

Grindavíkur þættirnir unnu á hátíðinni Liverpool Indie Awards verðlaun í flokknum „Best Male Director" eða „Besti karlkyns leikstjóri“. Það voru yfir 4000 verk send inn á þessa hátíð.

Þetta voru þriðji verðlaun sem Grindavíkur serían sankar að sér á þessu ári. Áður hafði serían unnið verðlaun á Online hátíðum.

World Film Festival in Cannes

Hátíð sem er haldin á netinu  mánaðarlega. Sigurvegari hvers mánaðar fer svo inn á hátíðina sjálfa sem haldin er í sumar og getur unnið þar í sínum flokki. Grindavík vann í flokknum „Best Web/TV Pilot“  fyrir janúar mánuð (Besti fyrsti þáttur).

Red Movie Awards

Hátíð sem haldin er á netinu (Online) ársfjórðungslega. Sigurvegari hverrar árstíðar fer svo inn á hátíðina sjálfa sem er haldin í maí 2026.

Grindavík vann í flokknum „Best Web/TV Series" fyrir veturinn (Besta sjónvarpsserían).