Til leigu (Skólamatur)
Til leigu (Skólamatur)

Mannlíf

Jólatré úr Skorradal gleður Vogunga
Mánudagur 9. desember 2019 kl. 08:03

Jólatré úr Skorradal gleður Vogunga

Jólatré úr Skorradal baðað jólaljósum í Aragerði í Vogum Íbúar í Vogum fengu sitt bæjarjólatré úr Skorradal. Jólaljósin á því voru tendruð í Aragerði á fyrsta sunnudegi í aðventu.

Þrátt fyrir slagveðursrigningu þá létu yngstu bæjarbúarnir sig ekki vanta á svæðið þegar ljósin voru kveikt, því jólasveinn hafði boðað komu sína á svæðið. Hann mætti með fullan poka af mandarínum og fengu allir sem vildu.

Dagskráin við tréð var stutt. Kirkjukór Kálfatjarnarkirkju söng jólalög og flutt var stutt jólasaga. Þá sáu tvær ungar hnátur, Máney Kamilla og Hulda Ieva, um það að kveikja ljósin á jólatrénu sem tekur sig vel út baðað jólaljósum.

Ljósmyndari Víkurfrétta smellti af meðfylgjandi myndum við þetta tækifæri.