VF Krossmói
VF Krossmói

Mannlíf

Kristrún semur Palestínuljóð
Laugardagur 22. mars 2025 kl. 06:00

Kristrún semur Palestínuljóð

Kristrún Guðmundsdóttir gaf nýlega út bókina Palestínuljóð. Bókin er eins og nafnið gefur til kynna ljóð um og frá Palestínu. Þau eru ort í ljósi þeirra voðaatburða sem nú eru að gerast við Miðjarðarhafsbotn fyrir augum alls heimsins.

Höfundar upplifa vonleysi og samkennd með hinni palestínsku þjóð í þjáningum hennar.

Dropinn holar steininn þótt segja megi að þessi ljóðabók sé lítill dropi en það er von höfunda að ljóðin opni augu fólks frekar en orðið er fyrir þeim hryllingi sem á sér stað í Palestínu.

VF Krossmói
VF Krossmói

Allur ágóði Palestínuljóða rennur til stuðnings Palestínu.