Mannlíf

Langar í Versló
Föstudagur 28. mars 2025 kl. 06:30

Langar í Versló

Sesselja Ásta Svavarsdóttir, nemandi í Sandgerðisskóla

Hvað heitir þú?

Sesselja Ásta Svavarsdóttir.

VF Krossmói
VF Krossmói
Hvaða bekk ertu í?

Níundi.

Í hvaða skóla ertu?

Sandgerðiskóla.

Hvað er það besta við að vera í Sandgerðisskóla?

Nemendurnir, eða nei, vinkonur mínar.

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera eftir skóla?

Sofa.

Ef þú fengir að sleppa að læra eitthvað fag, hverju myndir þú sleppa og afhverju?

Dönsku, það er tilgangslaust.

Hvaða braut ætlar þú í þegar þú ferð í framhaldsskóla?

Er ekki viss.

Hvaða framhaldsskóla ætlar þú í?

Versló, ef ég kemst inn.

Við hvað viltu vinna?

Hjúkrunarfræðing, flugfreyja, flugmaður eða söngkona.

Hvað myndir þú gera ef þú ynnir lottó?

Kaupa mér hest.