Leikfélag Glanni
Leikfélag Glanni

Mannlíf

Ungmenni vikunnar: Tæki mömmu með á eyðieyju
Föstudagur 28. mars 2025 kl. 06:45

Ungmenni vikunnar: Tæki mömmu með á eyðieyju

Nafn:

Bríet Silfá Möller.

VF Krossmói
VF Krossmói
Aldur:

13 ára

Bekkur og skóli:

8 - US í Njarðvíkurskóla.

Áhugamál:

Körfubolti og félagslífið - elska böllin!

Hvert er skemmtilegasta fagið?

Íþróttir og stærðfræði (Torfi stærðfræðikennari gæti örugglega gert öll fög skemmtileg).

Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?

Rósa mín besta vinkona gerir alla daga geggjaða. Hún er líka svo góð að syngja og leika, alltaf hressust.

Skemmtilegasta saga úr skólanum:

Þegar ég hoppaði á græna vegginn við skólann og fékk gat á hausinn. Ég fékk rosalega mikla athygli.

Hver er fyndnastur í skólanum?

Bergur, hann er alltaf fyndinn.

Hvert er uppáhaldslagið þitt?

Hvað ertu nú með Maron og Theódór.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Sushi en við pabbi elskum að fá okkur sushi saman.

Hver er uppáhaldsbíómyndin þín?

White chicks.

Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna?

Mömmu mína útaf því hún er best, mat og vatn (endalaust af klökum og helst í OWALA brúsa)

Hver er þinn helsti kostur?

Ég er jákvæð og reyni alltaf að vera brosmild.

Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja?

Að geta lesið hugsanir annarra. Ég held að það sé „cool“.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks?

Mér finnst best að vera í kringum fólk sem lætur mér líða vel.

Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla?

Fara í framhaldsskóla og halda áfram að æfa körfubolta.

Stundar þú íþróttir eða aðrar tómstundir?

Ég stunda körfubolta og styrktaræfingar. Ég æfði crossfit og hlakka til að byrja aftur. Ætla að verða sterkari en bræður mínir.

Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði hvaða orð væri það?

Partýstuðbolti!