Langbest - velkomin
Langbest - velkomin

Mannlíf

Magnaðir útgáfutónleikar Midnight Librarian
Þorsteinn, magnaður söngvari Midnight Librarian, þenur raddböndin.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 4. september 2021 kl. 07:11

Magnaðir útgáfutónleikar Midnight Librarian

Stórsveitin Midnight Librarian hélt tvenna útgáfutónleika til að fagna útgáfu fyrstu breiðskífu sveitarinnar, From Birth til Breakfast, sem nú er aðgengileg á tónlistarveitunni Spotify – Tónleikarnir fóru fram í Frumleikhúsinu á dögunum fyrir fullum sal áhorfenda sem kunnu augljóslega vel að meta tónlist strákanna

Tónlist Midnight Librarian er ekki hefðbundin popptónlist heldur má greina áhrif djass og fönks í bland við annað.

Hljómborðsleikarinn Haukur Arnórsson og bakraddirnar Salka og Hekla.

Það var einstakt þegar sellóleikarinn Arnar Geir Halldórsson lék undir með Midnight Librarian.

Eins og við er að búast þarf ung hljómsveit að fá eitthvað í kassann því bauð hljómsveitin þessa fínu boli til sölu á tónleikunum.

Smelltu á myndina til að hlusta á plötuna From Birth til Breakfast


Það er óhætt að segja að Midnight ­Librarian hafi tekist vel til og þeir náð vel til áhorfenda enda var frábær stemmning í salnum. Rætt var við hljómsveitarmeðlimi í Suðurnesja­magasíni og sýnt brot úr tónleikunum. Myndskeiðið má sjá í spilaranum hér að neðan og að auki er myndasafn frá tónleikunum neðst á síðunni.

VF-myndir: JPK