Magnaðir útgáfutónleikar Midnight Librarian
Stórsveitin Midnight Librarian hélt tvenna útgáfutónleika til að fagna útgáfu fyrstu breiðskífu sveitarinnar, From Birth til Breakfast, sem nú er aðgengileg á tónlistarveitunni Spotify – Tónleikarnir fóru fram í Frumleikhúsinu á dögunum fyrir fullum sal áhorfenda sem kunnu augljóslega vel að meta tónlist strákanna
Smelltu á myndina til að hlusta á plötuna From Birth til Breakfast
Það er óhætt að segja að Midnight Librarian hafi tekist vel til og þeir náð vel til áhorfenda enda var frábær stemmning í salnum. Rætt var við hljómsveitarmeðlimi í Suðurnesjamagasíni og sýnt brot úr tónleikunum. Myndskeiðið má sjá í spilaranum hér að neðan og að auki er myndasafn frá tónleikunum neðst á síðunni.
VF-myndir: JPK