Sýna söngleikinn Anní í Heiðarskóla
Leiklistarval Heiðarskóla frumsýndi á árshátíð skólans sl.fimmtudag söngleikinn Anní en krakkarnir hafa verið að vinna að þessari uppsetningu í vetur undir stjórn þeirra Brynju Ýrar Júlíusdóttur, Guðnýjar Kristjánsdóttur og Estherar Ingu Níelsdóttur.
Æfingatímabilið hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig m.a. vegna verkfalla ofl. en sýningin þótti takast mjög vel og unglingarnir afar ánægðir með afraksturinn.
Það er hefð fyrir því í framhaldi árshátíðar að hafa sýningar fyrir almenning og verða þær sýningar miðvikudaginn 2.apríl kl.18.00 og 19.30 og svo á fimmtudaginn kl.19.30. Allir eru velkomnir!
Miðaverð er 1000 kr.