Tvífari Johnny Depp staddur á Suðurnesjum
Sænskur tvífari Johnny Depp, hinn 47 ára gamli Seba Alon, hefur vakið mikla athygli í Reykjanesbæ í gærkvöldi og í dag. Fjölmörg ungmenni hafa talið sig sjá Johnny Depp á ferli á Hafnargötunni og hópuðust um kappann til að fá af sér myndir með honum.
Þá birtist hann einnig á veitingastaðnum Réttinum við Hafnargötu þar sem hann var myndaður með starfsstúlkum staðarins.
Tvífarinn er hér á landi til að leika í kvikmynd Ben Stiller, The Secret Life af Walter Mitty, sem þessa dagana er verið að taka upp í Garðinum.
Hér er fjallað um tvífarann í sænskum miðli.
Í sænskum miðlum er fjallað um tvífarann á Íslandi.