VF Krossmói
VF Krossmói

Mannlíf

Veitingamaðurinn klikkaði og mamma reddaði veislunni
Laugardagur 22. mars 2025 kl. 06:30

Veitingamaðurinn klikkaði og mamma reddaði veislunni

Jóhann Smári Sævarsson var fermdur í Keflavíkurkirkju árið 1980 af séra Ólafi Oddi Jónssyni.
Hvaða minningar standa sterkast frá fermingunni þinni og fermingarundirbúningnum?

Að fara með mömmu að kaupa fermingarfötin. Maturinn sem átti að vera frá veitingamanni klikkaði og mamma reddaði því.

Hvernig fannst þér sjálfum fermingardagurinn þinn, var hann eins og þú hafðir ímyndað þér?

Já. Var yndislegur dagur með fjölskyldu og vinum.

VF Krossmói
VF Krossmói
Manstu eftir einhverri sérstakri gjöf sem þú fékkst eða einhverju öðru sem hafði sérstaka þýðingu fyrir þig?

Rúm frá mömmu og pabba og skrifstofustóll frá Skúla afa.

Hver var tíðarandinn í kringum ferminguna þína – voru einhverjar sérstakar hefðir, tíska eða tónlist sem setti svip á þennan tíma?

Jakkaföt með prjónavesti.

Þegar þú lítur til baka, hvaða gildi eða lærdóm tókstu með þér úr fermingunni sem hefur fylgt þér í lífinu?

Að vera við aðra eins og þú vilt að þau séu við þig.