Leikskólinn Garðasel
Leikskólinn Garðasel

Mannlíf

Verslunarmannahelgin 2023: Kristín María Birgisdóttir
Kristín María á Þjóðhátíð.
Föstudagur 4. ágúst 2023 kl. 08:46

Verslunarmannahelgin 2023: Kristín María Birgisdóttir

Víkurfréttir fóru á stúfana og spurðu fólk af Suðurnesjum hvað það ætlar að gera um verslunarmannahelgina.

Kristín María Birgisdóttir, upplýsinga- og markaðsfulltrúi Grindavíkurbæjar.

Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina?

Planið er að vera bara heima með börnin og gera eitthvað hérna à suðvesturhorninu. Ég hefði verið til í að sjá Vini vors & blóma á laugardagskvöldinu á Þjóðhátíð, þeir voru og eru í uppáhaldi hjá mér en því miður kemst ég ekki.

SSS
SSS

Hvað finnst þér mikilvægast að taka með þér inn í helgina?

Ef ég fer eitthvað þá tek ég börnin mín þrjú. Það verður ekkert meira en mögulega dagsferð í Húsdýragarðinn. Gott skap og gleði er auðvitað ómissandi. Svo sólarvörn ef sú gula lætur sjá sig.

Hver er besta minningin þín frá verslunarmannahelgi?

Þjóðhátíðir í góðu veðri með skemmtilegu fólki. Hef farið á um tíu hátíðir og alltaf er þetta eftirminnilegt og skemmtilegt. Söngur, gleði og hamingja.