Pistlar

Mennt er máttur
Sunnudagur 8. september 2024 kl. 20:23

Mennt er máttur

Staða mennta­mála hér á landi er óá­sætt­an­leg og ým­is­legt þarf að gera til að bregðast við henni var haft eftir háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra eftir ríkisstjórnarfund í vikunni.

Á sama tíma er hnífaburður meðal ungmenna í hámæli og beiting slíkra vopna meiri og algengari en sést hefur áður í íslensku þjóðfélagi.

Auðvitað liggur beinast við að skella skuldinni á meintri ómögulegri stöðu yngri kynslóðarinnar beint menntastofnanir landsins. Þetta er auðvitað allt kennurnum að kenna. Er til of mikils mælst að biðja foreldra um að kenna börnum sínum að lesa? Að það sé á ábyrgð foreldra að börn þeirra verði læs?

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Þegar vandi steðjar að er alltaf gott að finna sökudólg. Svo maður þurfi ekki að líta í eigin barm.

Gæti verið að staða menntamála sé erfið vegna þess að grunnskólarnir þurfa að takast á við sífellt flóknari verkefni og mennta nemendur innan sama skóla sem hafa jafnvel tugi mismunandi tungumála að móðurmáli? Svo ekki sé minnst á mismunandi menningu og bakgrunn.

Getur verið að staða menntamála sé erfið vegna þess að nær ómögulegt er orðið fyrir kennara að beita agaviðurlögum innan skólanna? Af hverju þurfa börn að vera með snjallsíma í skólanum?

Ég hlakka til að fylgjast með þessu ýmislega sem ráðherrann ætlar að gera til að bregðast við stöðunni. Ég legg til að byrjað verði á að jafna laun grunnskólakennara við þingfararkaup, foreldrar taki ábyrgð á börnum sínum, taki virkan þátt í lestrarkennslu og sendi þau símalaus í skólann.