Pistlar

Sjaldan eins rólegt í Suðurnesjahöfnum
Gísli Reynisson
Gísli Reynisson skrifar
föstudaginn 23. ágúst 2024 kl. 05:15

Sjaldan eins rólegt í Suðurnesjahöfnum

Ágúst mánuður orðinn meira en hálfnaður og það er búið að mjög rólegt í höfnunum á Suðurnesjunum í mánuðinum. Í raun  má segja að það hafi sjaldan verið jafn rólegt, því þegar þessi pistill er skrifaður þá hafa aðeins 70 tonn komið á land, 22,7 tonn af því eru í Keflavík af tveimur bátum, Adda Afa GK sem er með 8,1 tonn í sex róðrum og Sunnu Líf GK sem er með 14,7 tonn í sex, báðir þessir bátar eru á netum og báðir að veiða fyrir Hólmgrím. Restin af þessum 70 tonnum, eða 47 tonn hafa komið á land í Sandgerði og þar af á Siggi Bjarna GK 33,1 tonn í fimm róðrum á dragnót. Það vekur athygli með þann afla að þorskur er aðeins 2,3 tonn.

Aðrir bátar sem hafa landað í Sandgerði eru allt handfærabátar. Hafdalur GK er hæstur með 4,6 tonn í fjórum róðrum og mest 2 tonn. Tóki ST með 2,4 tonn í þremur róðrum. Kristbjörg KE 1,7 tonn. Líf NS 1,6 tonn. Jón Pétur RE 1,2 tonn. Hrappur GK 791 kg. Grindjáni GK 562 kg. Árni Sigurpáls GK 364 kg. Garpur RE 315 kg. Húnaröst RE 236 kg. Dímon GK, Guðrún GK og Bára KE allir með undir 200 kg í einni löndun eins og bátarnir hér að framan.

Aðeins einn stór línubátur frá Grindavík hefur landað afla og það er Sighvatur GK en hann kom til Þorlákshafnar með 80 tonn í einni löndun. Af þessum afla þá var mest af keilu og löngu, 37 tonn af keilu og 24 tonn af löngu. Aðeins 3,4 tonn voru af þorski í þessum afla.

Þó svo að ekki sé mikið um landanir enn sem komið er á Suðurnesjunum þá eru nú samt sem áður bátar héðan bæði á Austurlandi og Norðurlandi sem eru á róa og af þeim er Óli á Stað GK hæstur með 68 tonn í níu róðrum. Báturinn er að róa frá Siglufirði og Skagaströnd. Margrét GK kemur þar á eftir með 65 tonn í 13 róðrum, róið frá Hólmavík. Margrét GK er að veiða byggðakvóta á Hólmavík og er hluti af aflanum unnin á þar, Hópsnes GK er með 32 tonn í átta róðrum. Gulltoppur GK með 29 tonn í átta, Geirfugl GK með 25 tonn í sex, þessir bátar eru á Skagaströnd.

Frekar rólegt er hjá togurum. Pálína Þórunn GK er núna á Akureyri og hefur ekki landað neinum afla síðan snemma í júlí á þessu ári. Sturla GK var búinn að vera stopp síðan í enda maí en er kominn á veiðar aftur og kom með 63 tonna afla til Þorlákshafnar. Af þessum afla þá voru um 30 tonn af þorski. Sóley Sigurjóns GK er ennþá á rækjuveiðum frá Siglufirði og kom með 29 tonn í einni löndun þangað og af þessum afla þá var rækja 13,5 tonn.

Einhver makríll er byrjaður að veiðast út af Austurlandi og eru það stóru uppsjávarskipin sem eru á þeim veiðum. Enginn makríll hefur komið í veiðanlegu magni inn á Faxaflóa en það var oft mjög mikið líf, sérstaklega í Keflavík þegar að makrílinn var þar og bátarnir mokveiddu á færin svo til inn í höfninni sjálfri.