Toyota stórsýning 25
Toyota stórsýning 25

Viðskipti

Nýir Kia bílar sýndir
Kia Optima og cee'd eru frumsýndir um helgina hjá K. Steinarsson.
Laugardagur 22. september 2012 kl. 11:28

Nýir Kia bílar sýndir

Tvær nýjar gerðir Kia bifreiða verða frumsýndar á bílasýningu hjá K.Steinarsson í dag. Kjartan bílasali segir að það sé að færast mikið líf í bílasölu eftir erfiða tíma í kjölfar hrunsins.

Kia cee'd og Kia Optima verða kynntir til sögunnar en báðir bílarnir eru að sögn Kjartans mjög sparneytnir og á hagstæðu verði. „Það eru allir bílar sparneytnari í dag og verðið kemur skemmtilega á óvart. Optima er veglegur og glæsilegur fjölskyldubíll sem hægt er að fá undir 5 milljónum króna. Nýr cee'd er minni gerð en sérlega skemmtilegur og sparneytinn. Sá bíll eyðir ekki nema rétt um 4 lítrum á hundraðið. Ekki skemmir að allir Kia bílar eru með 7 ára ábyrgð,“ sagði Kjartan í samtali við VF þegar hann var að undirbúa sýninguna í gær.

Toyota stórsýning 25
Toyota stórsýning 25

VF tók lítinn rúnt á Optima bílnum og þar er á ferðinni ótrúlega skemmtilegur bíll. Hér er um að ræða ekta fjölskyldubíl, hann er rúmgóður og vel útbúinn og ekki skemmir útlitið. Þeir sem staðfesta kaup á Kia bíl um helgina fá ný vetrardekk í kaupbæti.

Hægt er að reynsluaka Kia bílunum en Kjartan og hans fólk við Holtsgötuna býður í Kaffitárs kaffi og vöfflur með rjóma en á efri hæðinni hóf Kaffitár einmitt rekstur á sínum tíma.

-