Samkaup
Samkaup

Aðsent

Söfnun fyrir Katrínu og dætur hennar
Mynd af dv.is.
Miðvikudagur 16. janúar 2013 kl. 10:43

Söfnun fyrir Katrínu og dætur hennar

 

Þann 1. nóvember síðastliðinn féll ungur maður Halldór Nilsson skyndilega frá. Hann skildi eftir sig eiginkonu Katrínu Aðalsteinsdóttur, fósturdóttur Guðbjörgu Emilíu 5 ára og ófæddar tvíburadætur. Litla fjölskyldan var skilin eftir í sárum og horfði þarna á eftir yndislegum eiginmanni og fóstuföður. Aðal fyrirvinnan á heimilinu var fallin frá og var ákveðið að stofna styrktarreikning til styrktar Katrínu og dætrum hennar.

Þann 6. Janúar síðastliðinn fæddust svo dætur Katrínar og Halldórs eftir aðeins 25 vikna og 4 daga meðgöngu. Þóra Margrét var 676 gr og 31,5 cm og Halldóra Gyða var 730 gr og 33 cm. Þeim mæðgum heilsast vel og það er alveg ótrúlegt hvað það hefur gengið vel með þær frá því að þær fæddust.

Næstu mánuðir eiga þó eftir að reyna mikið á Katrínu, gert er ráð fyrir að tvíburarnir verði á vökudeild LSH í minnsta kosti 3 mánuði. Katrín hefur fengið leigða íbúð í Reykjavík á vegum barnaspítalans en hún þarf líka að vera dugleg að keyra á milli því Reykjavíkur og Reykjanesbæjar til að vera með eldri dóttur sinni Guðbjörgu Emilíu.

Í ljósi þessara aðstæðna hafa vinir Katrínar ákveðið að endurvekja söfnunina til að koma á móts við aukinn kostnað fjölskyldunar.

Reikningsnúmer söfnunar fjölskyldunnar er: 0121-05-407271 kt 010483-4849.