Eitrað fyrir köttum í Sandgerði með frostlegi

Annar kötturinn fannst á Hjallagötu í Sandgerði í gær en hinn á Ásabraut fyrir nokkrum dögum síðan. Frostlögurinn er bráðdrepandi fyrir ketti, hunda og önnur dýr. Frostlögur er sætur og getur því verið freistandi fyrir gæludýr að smakka á ef hann er aðgengilegur. Jafnvel mjög lítið magn getur valdið alvarlegri eitrun og nýrnaskaða og þarf því umsvifalaust að komast til meðferðar hjá dýralækni ef grunur leikur á að dýrið hafi komist í frostlög.
Ása segir að frá því að köttur innbyrðir frostlög þá hefur fólk einungis 3 klukkutíma til að bregðast við svo það sé ekki of seint. Eitrunin leggst í öll líffæri og skemmir þau. Einkenni eru tildæmis uppköst og niðurgangur en fleiri upplýsingar hægt að fá hjá MAST.