Fundu verkfæri mannsins í sprungunni
Fjölmennt lið frá björgunarsveitum og lögreglu leita nú manns sem talinn er hafa fallið í sprungu í Grindavík í morgun. Það var vinnufélagi mannsins sem tilkynnti um að hann væri horfinn. Ekkert vitni var að atvikinu en mennirnir voru að vinna við að fylla í sprungu í bænum. Verkfæri hefur fundist í sprungunni.
Um tugur sérsveitarmanna var sendur frá Reykjanesbæ. Þeir eru m.a. með búnað til að síga í sprunguna, ásamt myndavélabúnaði.
Björgunarsveitir af Suðurnesjum eru einnig komnar á staðinn með mikið af búnaði.
Óskað var eftir því að verktakar á svæðinu myndu leggja niður störf á meðan leit og björgun ætti sér stað. Samkvæmt upplýsingum Víkurfrétta neituðu verktakar að hætta störfum og óskuðu björgunarsveitir því eftir aðstoð lögreglu vegna málsins.
Nánari upplýsingar er ekki að hafa um málið.
Uppfært: Aðstæður í sprungunni eru mjög erfiðar. Sprungan er mjög djúp og talin hætta á að hrunið geti frekar úr henni.
Fréttin verður uppfærð.