Golfvöllurinn að Húsatóftum illa farinn eftir flóð og stórgrýti
Menn sem hafa umgengist golfvöll þeirra Grindvíkinga að Húsatóftum í áratugi muna vart annað eins og eftir veður haminn í nótt og morgun. Golfvöllurinn er umflotinn sjó á stóru svæði og stórgrýti og rusl eru einnig á brautum og flötum.
Það eru helst brautir og holur þrettán til sautján sem urðu fyrir tjóni í veðrinu í morgun. Nýja flötin á fimmtándu holu er skemmd eftir stórgrýti og þá er sautjánda brautin á kafi í sjó eftir veðurhaminn.
Eins og sést á meðfylgjandi myndum er mikið grjót úr um allt og sjór yfir öllu. Þá veldur það einnig áhyggjum að það er sjór sem liggur yfir brautum en ekki venjulegt leysingavatn.
Þá óttast menn einnig kvöldflóðið og jafnvel einnig flóðin á morgun, því enn er nokkuð stórstreymt og því hætta á frekari flóðum og skemmdum.