Langbest - velkomin
Langbest - velkomin

Fréttir

Kláraði Verslunarskólann þrátt fyrir lesblindu og er nú í háskóla
Sunnudagur 8. nóvember 2020 kl. 13:04

Kláraði Verslunarskólann þrátt fyrir lesblindu og er nú í háskóla

Sylvía Erla Melsteð fjöllistakona, söngkona og frumköðull er með hvatningamyndband til nemenda í Njarðvíkur í tengslum við lestur og nám. Sylvía sem er lesblind kláraði Verzlunarskóla Íslands með stæl, þrátt fyrir mikið mótlæti. Hún er að skrifa barnabók um ákveðna tækni sem hún notar við lesblindu og svo kemur heimildarmyndin Verkfærakistan eftir hana um lesblindu eftir jól. Hún ræðir um í myndbandinu um hvernig hún komst í gegnum grunnskóla og þrátt fyrir erfiðleika í námi og þann stóra sigur að komast inn í þann skóla sem henni langaði mest að komast inn í.


Í myndbandinu kemur fram að hún sé þakklát fyrir að vera lesblind því það hefur kennt henni svo mikið. Hún viðurkennir að henni finnst ekki allt sem snýr að skólanum skemmtilegt en það er ekki allt skemmtilegt sem maður þarf að gera í lífinu en hún trúir því að ef maður leggur 100% á sig og gerir vel í því sem manni finnst ekki endilega skemmtilegt þá mun maður leggja 1000% á sig í því sem manni finnst skemmtilegt og elskar að gera.

Myndbandið er partur af lestrarátaki Njarðvíkurskóli sem er unnið í samstarfi við Þorgrím Þráinsson.