Toyota stórsýning 25
Toyota stórsýning 25

Fréttir

Leikskóli lokaður í Njarðvík - 6 starfsmenn með Covid-19
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 1. desember 2020 kl. 14:43

Leikskóli lokaður í Njarðvík - 6 starfsmenn með Covid-19

Starfsmaður í leikskólanum Gimli greindist síðasta laugadag með Covid-19 og í framhaldi greindust fimm aðrir með veiruna. Var skólanum lokað í kjölfarið í gær, mánudag og verður ekki starfsemi þar að minnsta kosti út vikuna.

Allir aðrir starfsmenn auk 85 barna á leikskólanum voru í framhaldinu sett í sóttkví en auk þess þarf að minnsta kosti eitt foreldri að fara í sóttkví vegna aldurs barnanna.

Toyota stórsýning 25
Toyota stórsýning 25

Á Suðurnesjum eru tíu einstaklingar með Covid-19 og 135 manns í sóttkví.