Óveðrið skekkti húsbyggingu í Njarðvík
Tjón varð á nýbyggingu við slippinn í Njarðvík í óveðrinu sem gekk yfir í morgun. Veggur á þriðju hæð skekktist í rokinu en bálhvasst var í Reykjanesbæ snemma í morgun.
Framkvæmdir standa nú yfir í húsinu, sem áður var hluti af Skipasmíðastöð Njarðvíkur, en því er verið að breyta í starfsmannahús. Nánar er fjallað um þá framkvæmd í Víkurfréttum sem koma út á morgun.
Karl Finnbogason hjá Potter II ehf., sem er eigandi hússins, sagði í samtali við Víkurfréttir að nú væri verið að meta skemmdir. Hann átti þó ekki von á að miklar tafir yrðu á framkvæmdum.