Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sækja óttaslegna gesti á hótelið við Bláa lónið
Fimmtudagur 9. nóvember 2023 kl. 01:33

Sækja óttaslegna gesti á hótelið við Bláa lónið

Leigubílar eru þessa stundina að sækja óttaslegna gesti á hótelið við Bláa lónið. Bílstjóri sem Víkurfréttir ræddu við segir að farþegar sem hann sótti hafi verið í mikilli geðshræringu og komið hlaupandi út í leigubílinn.

Um er að ræða tugi gesta sem vilja komast í burtu af svæðinu. Staðfesti leigubílstjórinn að óskað hafi verið eftir bílum fyrir a.m.k. um 40 farþega. Farið er með þá á hótel á Suðurnesjum og í Reykjavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grjót hefur hrunið á veginn upp að anddyri hótelsins en háir hraunveggir eru á svæðinu.