Skora á Guðrúnu að bjóða sig fram til formanns
Sjálfstæðisfélag Reykjanesbæjar og öll félög ungra sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi skora á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, oddvita Suðurkjördæmis, til þess að bjóða sig fram til formanns á næsta landsfundi. Þetta kemur fram í tilkynningum frá félögunum.
Í tilkynningu Sjálfstæðisfélagsins segir: „Á þessum tíma í sögu flokksins skipti máli að hafa traustar hendur við stýrið, sem sameini flokkinn og þori að sækja fram á grundvelli sjálfstæðisstefnunnar.
Guðrún var dómsmálaráðherra hálft síðasta kjörtímabil. „Guðrún kom eins og stormsveipur inn í íslensk stjórnmál á síðasta kjörtímabili og sem dómsmálaráðherra sýndi hún það að hún þorir að taka ákvarðanir sem sumum kunna að þykja umdeildar. Það er nákvæmlega það sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf á þessari stundu,“ segir í tilkynningunni.