Sleit landfestar í Helguvík
– varla stætt á bryggjunni vegna veðurs
Sjómennirnir á fjölveiðiskipinu Vilhelm Þorsteinssyni EA stóðu í ströngu í Helguvík áðan við að binda skipið aftur við bryggju eftir að það sleit af sér landfestar í óveðrinu sem nú gengur yfir.
Það var gjörsamlega snarvitlaust veður í Helguvík á aðan og varla stætt á bryggjunni þegar menn voru að koma nýju landfestatógi á pollana.
Ljósmyndari Víkurfrétta smellti þessum myndum af í Helguvík nú áðan.