Fréttir

Stálu fjarlægðarskynjurum úr 32 bílaleigubílum - hver kostar um 250 þús. kr.
Föstudagur 3. júlí 2020 kl. 21:46

Stálu fjarlægðarskynjurum úr 32 bílaleigubílum - hver kostar um 250 þús. kr.

Enn eru brögð að því að brotist sé inn í bílaleigubíla í Reykjanesbæ og stolið úr þeim verðmætum. Nýverið var lögreglunni á Suðurnesjum tilkynnt um þjófnað á fjarlægðarskynjurum úr 32 bílaleigubílum í eigu einnar bílaleigu. Áætlað verðmæti hvers skynjara er um 250 þúsund krónur. Tjón fyrirtækisins vegna þessa er því umtalsvert.
Málið er í rannsókn.

Lögregla áréttar enn að forráðamenn og eigendur bílaleiga geymi bifreiðir fyrirtækjanna ekki á fáförnum stöðum þar sem eftirlitsmyndavélar eru ekki til staðar.