Taktu þátt í fyrirtækjakönnun landshluta
Nú stendur yfir fyrirtækjakönnun landshluta sem gerð er reglulega í samstarfi landshlutasamtaka og hefur Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum umsjón með framkvæmdinni á Suðurnesjum.
Niðurstöðurnar gefa góðar vísbendingar sem nýtast við þróun atvinnu á svæðinu og eru fyrirtæki hvött til þess að taka þátt. Könnunin er ætluð öllum þeim sem eru í sjálfstæðum atvinnurekstri en líka fyrirtækjum og stofnunum hins opinbera, einyrkjum og öðrum sem hafa fólk í vinnu, segir í tilkynningu frá Atvinnuþróunarfélaginu Heklu á Suðurnesjum.