Optical Studio
Optical Studio

Íþróttir

Aðstoðarbílstjórinn kastaði upp í bílnum
Miðvikudagur 4. september 2013 kl. 11:20

Aðstoðarbílstjórinn kastaði upp í bílnum

Bræðurnir Sigurður Arnar Pálsson og Brynjar Sverrir Guðmundsson frá Keflavík, lentu í fremur óskemmtilegu atviki í Skagafjarðarrallýinu á dögunum. Á fyrstu sérleið dagsins finnur Brynjar, sem er aðstoðarbílstjóri, fyrir ógleði og kastar upp í bílnum á miðri leið. Ekki kom þó til greina að hætta keppni og kláruðu bræðurnir þrátt fyrir að atvikið hafi tafið þá töluvert.

Sigurður sem er bílstjóri sagði í samtali við VF að lyktin hefði ekki verið góð í bílnum en það hafi ekki komið til greina að hætta keppni. Þeir Brynjar hafa ekið saman síðan árið 2010 og aldrei hefur annað eins komið upp. Brynjar hefur aldrei á ævinni orðið bílveikur en svo virðist sem einhver flensa hafi gert vart sig hjá aðstoðarbílstjóranum.

Optical Studio
Optical Studio

Atvikið náðist á myndband og má sjá það hér að neðan.