Til leigu (Skólamatur)
Til leigu (Skólamatur)

Íþróttir

Bjarni Þór með blak í blóðinu og valinn í U17
Þriðjudagur 8. október 2019 kl. 10:56

Bjarni Þór með blak í blóðinu og valinn í U17

Brotið hefur verið blað í sex ára sögu Blakdeildar Keflavíkur en Bjarni Þór Hólmsteinsson hefur verið valinn í U17 landsliðið. Bjarni Þór hefur ekki æft blak í langan tíma og þó hann sé að koma úr barnastarfi Keflavíkur þá keppti hann síðasta vetur með meistaraflokki karla.

Bjarni er hávaxinn og sterkur leikmaður með blak í blóðinu enda móðir hans lykilleikmaður hjá kvennaliði Keflavíkur.

U17 landsliðið fer um miðjan október á NEVZA mótið sem haldið er í Ikast í Danmörku og þar mun Bjarni Þór skapa ómetanlegar minningar.