Til leigu (Skólamatur)
Til leigu (Skólamatur)

Íþróttir

Keflavík með sigur í gærkvöldi í Bónusdeild kvenna
Anna Ingunn Svansdóttir skorarði tólf stig í sigri Keflavíkurkvenna. VF/Gulli.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
miðvikudaginn 22. janúar 2025 kl. 09:35

Keflavík með sigur í gærkvöldi í Bónusdeild kvenna

Keflavík var eina Suðurnesjaliðið sem lék í Bónusdeild kvenna í gærkvöldi þegar 15. umferðin hófst. Þær unnu lið Hamars/Þórs Þ naumlega á heimavelli, 84-77 eftir að hafa leitt í hálfleik, 48-40. Sigurinn var aldrei í hættu þó svo að munurinn í lokin hafi bara verið sjö stig.
Njarðvík leikur í kvöld gegn Stjörnunni á heimavelli og Grindavík mætir liði Tindastóls á útivelli annað kvöld.

Jasmine Dickey var stiga- og framlagshæst Keflvíkinga, skoraði 16 stig og tók 9 fráköst, endaði með 18 framlagsstig. Fjórir aðrir leikmenn Keflvíkinga skoruðu 10 + stig. 

Keflavík er eftir leikinn í þriðja sæti með tíu sigra og fimm töp, eins og Njarðvík sem á leik inni eins og áður kom fram. Haukar eru efstir með þrjú töp og Þór Akureyri er með fjögur töp.