Íþróttir

Dominique Hudson rekin
Dominique Hudson spilar ekki meira með Keflavík
Miðvikudagur 16. nóvember 2016 kl. 09:25

Dominique Hudson rekin

Keflavík hefur ráðið til sín nýjan kana

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur sagt upp bandarískum leikmanni sínum, Dominique Hudson, og ráðið til sín nýjan leikmann, Ariana Moorer. Moorer, sem er 170 cm á hæð, er leikstjórnandi og lék í Bosníu á síðasta tímabili þar sem hún var valin leikmaður ársins eftir gott gengi með liði sínu.
 
Moorer lék með Virginia í háskólaboltanum í hinni feykisterku ACC deild. Þar var hún valin í eitt af úrvalsliðum deildarinnar. Eftir að námi lauk lék hún sem atvinnumaður í efstu deild í Póllandi. Því næst tók við þjálfun auk þess að sjá um afreksbúðir fyrir unga efnilega leikmenn. 
 
Dominique Hudson var með 16 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar að meðaltali í þeim 9 leikjum sem hún lék með félaginu í deildarkeppninni.
 
Bílakjarninn
Bílakjarninn