HS Orka
HS Orka

Íþróttir

Embla komin heim
Ólafur Örvar, stjórnarmaður Keflavíkur, ásamt Emblu Kristínardóttir, leikmanni Keflavíkur.
Föstudagur 8. desember 2017 kl. 16:59

Embla komin heim


Embla Kristínardóttir hefur nú skrifað undir samning við körfuknattleiksdeild Keflavíkur og mun spila með Keflavík út tímabilið. Þetta staðfestir Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, í samtali við Víkurfréttir.

Embla rifti samningi sínum við lið Grindavíkur fyrir stuttu en hún segir ástæðu þess hafa verið ósætti milli sín og spilandi þjálfara liðsins, Angelu Rodriguez. Embla hafði verið sterk með liði Grindavíkur í vetur og meðaltal hennar 21 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar í leik. Þá er hún einnig efst í framlagi leikmanna fyrstu deildarinnar með 27,2 stig. Hún mun nú leika í Domino´s deildinni það sem eftir er af tímabilinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sverrir Þór segist mjög ánægður að fá Emblu heim til Keflavíkur. „Hún er frábær leikmaður með mikla reynslu og leikstíll hennar hentar okkar liði vel.“

Einn af mikilvægustu leikmönnum Keflavíkur, Emelía Ósk Gunnarsdóttir, sleit krossbönd fyrir stuttu og mun ekki leika meira með liðinu á tímabilinu og segir Sverrir það góðar fréttir í kjölfarið að fá Emblu í liðið.