SSS
SSS

Íþróttir

  • Getur Hannes komið næst?
    Ingvar mætti í grænum landsliðsbúning sem hann klæddist á bekknum gegn Englandi. VF/Myndir Eyþór Sæm.
  • Getur Hannes komið næst?
Fimmtudagur 21. júlí 2016 kl. 14:51

Getur Hannes komið næst?

Myndband: Ungir Njarðvíkingar skora á landsliðsmarkmanninn Ingvar

 

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Markvörður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, Njarðvíkingurinn Ingvar Jónsson, kom við á gamla heimavellinum í vikunni og heilsaði upp á unga og áhugasama Njarðvíkinga í 6. og 7. flokki. Ingvar var í hóp Íslands á EM en fékk ekki að spila, enda var Hannes Halldórsson einn af betri mönnum mótsins. Ingvar fékk margar áhugaverðar spurningar frá ungviðinu og margar hverjar snerust um téðan Hannes. Ansi skondið var þegar stillt var upp í liðsmynd og einn guttinn kallar á þjálfarann, „Getur Hannes komið næst?“ en Ingvar átti erfitt með að leyna brosi við þeim ummælum.

Allir krakkarnir fengu svo að reyna fyrir sér á vítapunktinum gegn Ingvari og sýndu nokkrir snilli sína með því að skora hjá landsliðsmarkmanninum sem leikur sem atvinnumaður í Noregi. Hann gaf sér svo tíma til þess að árita myndir, markmannshanska og íslenska landsliðsbúninginn sem margir klæddust á æfingunni. Myndband af vítaspyrnunum má sjá hér að ofan.

 

Ingvar Jónsson