Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Góður árangur sundfólks í Danaveldi
Kátir sundkappar gerður sér glaðan dag í lok góðrar keppnisferðar til Danmerkur. Myndir af Facebook-síður sundráðs ÍRB
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 27. janúar 2022 kl. 10:53

Góður árangur sundfólks í Danaveldi

Sundfólk ÍRB gerði góða hluti í keppnisferð til Danmerkur um síðustu helgi. Þar kepptu þau á Lyngby Open og uppskeran var sjö gullverðlaun, fimm silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun.

Steindór Gunnarsson, yfirþjálfari ÍRB, á sundlaugarbakkanum. Mynd: Jón Hilmarsson


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Það er mjög sterkt að byrja keppnistímabilið í 50 metra lauginni með svo kröftugum hætti,“ sagði Steindór Gunnarsson, yfirþjálfari sunddeildarinnar. „Sérlega gott fyrir sundfólkið, bæði keppnislega og andlega að geta keppt á erlendri grundu, eftir frekar fátæklegt mótahald undanfarin tvö ár.“

Um næstu helgi keppa sundkapparnir á Reykjavíkurleikunum (RIG) og verður gaman að fylgjast með árangri þeirra þar.

Hér að neðan má sjá myndasafn frá mótinu.

Sundfólk ÍRB keppir í Lyngby 2022

Tengdar fréttir