Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sex sundmenn skrifuðu undir styrktarsamninga við Speedo
Sundmennirnir sex; Stefán Elías Berman, Kári Snær Halldórsson, Alexander Logi Jónsson, Fannar Snævar Hauksson, Eva Margrét Falsdóttir og Sunneva Bergmann Ásbjörnsdóttir, ásamt Steindóri Gunnarssyni, yfirþjálfara, Ómari Jóhannssyni, formanni sundráðs ÍRB, og Dögg Ívarsdóttur frá Speedo/Icepharma.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 29. október 2021 kl. 08:38

Sex sundmenn skrifuðu undir styrktarsamninga við Speedo

Sundfólk ÍRB hefur staðið sig vel á keppnistímabilinu í ár og á miðvikudag undirrituðu sex sundmenn sunddeildarinnar styrktarsamninga við Speedo.

Samningarnir gilda í ár og hafa mikið gildi fyrir þetta unga og efnilega sundfólk en þeir gera þeim kleyft að einbeita sér að sínum greinum og leggja enn harðar að sér. Það var Dögg Ívarsdottir sem mætti í Vatnaveröld fyrir hönd Speedo á Íslandi á miðvikudag og gekk formlega frá samningsmálum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tengdar fréttir