TR - bjöllutónleikar
TR - bjöllutónleikar

Íþróttir

Guðjón stefnir í fjögurra manna úrslitin
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
mánudaginn 7. apríl 2025 kl. 09:54

Guðjón stefnir í fjögurra manna úrslitin

Guðjón Guðmundsson var þekktur fyrir mikla keppnishörku á sínum ferli sem knattpyrnumaður Víðis í Garði og er greinilegt að hann hefur tekið keppnishörkuna með sér í tippleik Víkurfrétta. Hann sló fyrrum liðsfélaga sinn, Björn Vilhelmsson, af stallinum í fyrstu heimsókn sinni í tippleikinn og um síðustu helgi vann hann nauman sigur á áskorandanum Þorsteini Kristinssyni, 8-7.

Þar sem nýr áskorandi á ekki möguleika á að enda á meðal fjögurra efstu en Guðjón á ennþá eftir að tryggja sig á meðal fjögurra efstu, mun næsti andstæðingur Guðjóns verða aðili sem ekki hyggur á frekari frama í tippleiknum. Þessi aðili tengist tippleiknum samt traustum böndum, hann er enginn annar en Sigurður Óli Þórleifsson, eigandi Njóttu ferða, sem einmitt skaffa miðana á úrslitaleik FA cup.

VF Krossmói
VF Krossmói