Íþróttir

Íþróttafólk Reykjanesbæjar 2023
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 24. janúar 2024 kl. 11:22

Íþróttafólk Reykjanesbæjar 2023

Vali á íþróttamanni og íþróttakonu Reykjanesbæjar var fagnað í Stapa í Hljómahöll síðastliðinn sunnudag með glæsilegri athöfn. Í ár fór athöfnin fram með breyttu sniði og var hin glæsilegasta. Fjölmargir komu að samfagna frábærum árangri íþróttafólks Reykjanesbæjar og voru fjölmargir heiðraðir. Auk þess að verðlauna það íþróttafólk Reykjanesbæjar sem skaraði fram úr á árinu var íþróttafólki Ungmennafélagsins Njarðvíkur og Keflavíkur – íþrótta- og ungmennafélags veitt verðlaun.

Logi Sigurðsson, kylfingur úr Golfklúbbi Suðurnesja, og Jóhanna Margrét Snorradóttir, knapi úr Hestamannafélaginu Mána, voru valin íþróttamaður og íþróttakona Reykjanesbæjar 2023. VF/JPK

Hér að neðan má sjá allar tilnefningar frá athöfninni og neðst á síðunni er veglegt myndasafn frá hátíðinni.


Íþróttafólk Reykjanesbæjar, tilnefningar:

Akstursíþróttakona Reykjanesbæjar: Vigdís Pála Þórólfsdóttir 

Akstursíþróttamaður Reykjanesbæjar: Almar Þórólfsson 

Kvenkylfingur Reykjanesbæjar: Fjóla Margrét Viðarsdóttir 

Karlkylfingur Reykjanesbæjar: Logi Sigurðsson 

Hestaíþróttakona Reykjanesbæjar: Jóhanna Margrét Snorradóttir 

Hnefaleikakona Reykjanesbæjar: Hildur Ósk Indriðadóttir 

Hnefaleikamaður Reykjanesbæjar: Björn Snævar Björnsson 

Júdókona Reykjanesbæjar: Þórdís Steinþórsdóttir 

Júdómaður Reykjanesbæjar: Daníel Dagur Árnason 

Blakíþróttakona Reykjanesbæjar: Laufey Jóna Sveinsdóttir 

Blakíþróttamaður Reykjanesbæjar: Martin May Majewski 

Fimleikakona Reykjanesbæjar: Jóhanna Ýr Óladóttir 

Knattspyrnukona Reykjanesbæjar: Anita Lind Daníelsdóttir 

Knattspyrnumaður Reykjanesbæjar: Axel Ingi Jóhannesson 

Körfuknattleikskona Reykjanesbæjar: Anna Ingunn Svansdóttir 

Körfuknattleiksmaður Reykjanesbæjar: Mario Matasovic 

Skotmaður Reykjanesbæjar: Jóhannes Frank 

Sundkona Reykjanesbæjar: Eva Margrét Falsdóttir 

Sundmaður Reykjanesbæjar: Guðmundur Leo Rafnsson 

Taekwondokona Reykjanesbæjar: Lára Karitas Stefánsdóttir 

Taekwondomaður Reykjanesbæjar: Þorsteinn Helgi Atlason 

Íþróttakona fatlaðra Nes: Erla Sif Kristinsdóttir 

Íþróttamaður fatlaðra Nes : Ástvaldur Ragnar Bjarnason 

Þríþrautarkona Reykjanesbæjar: Heba Maren Sigurpálsdóttir 

Þríþrautarmaður Reykjanesbæjar: Elvar Þór Ólafsson 

Kraftlyftingakona Reykjanesbæjar: Elsa Pálsdóttir 

Kraftlyftingamaður Reykjanesbæjar: Hörður Birkisson 

Lyftingakona Reykjanesbæjar: Katla Björk Ketilsdóttir 

Íþróttamaður fatlaðra sundráð ÍRB: Már Gunnarsson 

Borðtenniskona Reykjanesbæjar: Emma Niznianska 

Borðtennismaður Reykjanesbæjar: Dawid May-Majewski


Keflavík, tilnefningar:

Blakíþróttakona: Laufey Jóna Sveinsdóttir 

Blakíþróttamaður: Martin May Majewski 

Fimleikakona: Jóhanna Ýr Óladóttir 

Knattspyrnukona: Anita Lind Daníelsdóttir 

Knattspyrnumaður: Axel Ingi Jóhannesson 

Körfuknattleikskona: Anna Ingunn Svansdóttir 

Körfuknattleiksmaður: Halldór Garðar Hermannsson 

Skotmaður: Jóhannes Frank 

Sundkona: Eva Margrét Falsdóttir 

Sundmaður: Stefán Elías Berman 

Taekwondokona: Lára Karitas Stefánsdóttir 

Taekwondomaður: Þorsteinn Helgi Atlason 

Íþróttafólk Keflavíkur 2023

Íþróttakona Keflavíkur 2023: Eva Margrét Falsdóttir 

Íþróttamaður Keflavíkur 2023: Stefán Elías Berman 


Njarðvík, tilnefningar:

Þríþrautarkona: Heba Maren Sigurpálsdóttir 

Þríþrautamaður: Elvar Þór Ólafsson 

Knattspyrnumaður: Gísli Martin Sigurðsson 

Körfuknattleikskona: Erna Hákonardóttir 

Körfuknattleiksmaður: Mario Matasovic 

Kraftlyftingakona : Elsa Pálsdóttir 

Kraftlyftingamaður: Hörður Birkisson 

Lyftingakona: Katla Björk Ketilsdóttir 

Sundkona: Ástrós Lovísa Hauksdóttir 

Sundmaður: Guðmundur Leo Rafnsson 

Íþróttafólk Njarðvíkur 2023

Íþróttamaður UMFN 2023: Guðmundur Leo Rafnsson 

Íþróttakona UMFN 2023: Erna Hákonardóttir 


Sjálfboðaliðar 2023

Piotr Hermann (Borðtennisfélag Reykjanesbæjar)

Gísli Grétar Björnsson (Golfklúbbur Suðurnesja)

Snorri Ólason (Hestamannafélagið Máni)

Svandís Þorsteinsdóttir (Keflavík, blakdeild)

Sveinn Björnsson (Keflavík, blakdeild)

Guðmundur Árni Þórðarson (Keflavík, knattspyrnudeild)

Fannar Pétur Thomsen (Keflavík, körfuknattleiksdeild)

Atli Þorsteinsson (Keflavík, Taekwondo-deild)

Falur Helgi Daðason (Sundráð ÍRB)

Lilja Dögg Karlsdóttir (Sundráð ÍRB)

Kristinn Björnsson (UMFN, knattspyrnudeild)

Konráð Ólafur Eysteinsson (UMFN, körfuknattleiksdeild)

Kristleifur Andrésson (UMFN, Massi)

Íþróttafólk Reykjanesbæjar 2023