Til leigu (Skólamatur)
Til leigu (Skólamatur)

Íþróttir

Marley Blair farinn frá Keflavík
Marley Blair í leik með Keflavík á þessu tímabili. VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 23. júní 2023 kl. 13:58

Marley Blair farinn frá Keflavík

Stjórn knattspyrnudeildar Keflavíkur og Marley Blair hafa komist að samkomulagi um að hann yfirgefi herbúðir Keflvíkinga.

Blair lék tólf leiki í efstu deild og þrjá í bikar með Keflavík sumarið 2021 en var ekkert með í deildarkeppninni á síðasta tímabili. Hann kom aftur inn í hópinn í vor en hefur ekki náð að skila því sem ætlast var til af honum og því varð það að samkomulagi að slíta samningnum.

Keflvíkingar mæta Fylkismönnum á HS Orkuvellinum í mikilvægum „sex stiga“ leik í kvöld en Keflvíkingar sitja á botni Efstu deildar karla með sjö stig og Fylkismenn eru tveimur sætum fyrir ofan með ellefu. Keflavík hefur ekki unnið leik frá því í fyrstu umferð en þá vann Keflavík einmitt Fylki í Árbænum.