Mögnuðum grannaslag lauk með sigri Njarðvíkur
Grindvíkingar niðurlægðir í Þorlákshöfn
Njarðvíkingar höfðu betur gegn Keflavík í lokaumferð Subway-deildar karla í körfuknattleik sem var leikinn í Blue-höllinni í kvöld. Það má segja að um algeran naglbít hafi verið að ræða en úrslitin réðust ekki fyrr en á lokasekúndum leiksins þegar Njarðvíkingurinn Jose Ignacio Martin Monzon stal boltanum og setti í kjölfarið niður þrist þegar um þrjár sekúndur voru eftir af leiktímanum. Lokatölur 79:82.
Allt annað var að sjá til heimamanna í kvöld en það kraftleysi sem hefur einkennt Keflavík í síðustu leikjum. Þrátt fyrir að hafa tapað leiknum sýndu þeir sínar bestu hliðar og börðust allir sem einn. Sigurinn datt Njarðvíkurmegin í kvöld en frammistaða Njarðvíkinga var ekki síðri en heimamanna. Tvö frábær körfuboltalið og annað varð að vinna.
Ef þetta er forsmekkurinn að úrslitakeppninni þá hafa aðdáendur körfuknattleiks til mikils að hlakka. Leikur Keflavíkur og Njarðvíkur var hreint mögnuð skemmtun og stemmningin á pöllunum var eins og um hreinan úrslitaleik væri að ræða.
Keflavík - Njarðvík 79:82
(20:22, 21:16, 16:15, 22:29)
Keflavík: Halldór Garðar Hermannsson 16, Igor Maric 15/6 fráköst, Dominykas Milka 11/5 fráköst, David Okeke 10/10 fráköst, Ólafur Ingi Styrmisson 7, Jaka Brodnik 7/5 fráköst, Valur Orri Valsson 5, Horður Axel Vilhjalmsson 5/8 stoðsendingar, Magnús Pétursson 3, Yngvi Freyr Óskarsson 0, Frosti Sigurðsson 0, Nikola Orelj 0.
Njarðvík: Dedrick Deon Basile 21/4 fráköst/6 stoðsendingar, Nicolas Richotti 20/4 fráköst, Jose Ignacio Martin Monzon 10/4 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 10, Lisandro Rasio 9/4 fráköst, Mario Matasovic 5/7 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 4, Haukur Helgi Pálsson 3/4 fráköst, Rafn Edgar Sigmarsson 0, Jan Baginski 0, Ólafur Helgi Jónsson 0, Logi Gunnarsson 0.
Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, var í Blue-höllinni og má sjá myndasafn frá veislunni neðst á síðunni (fleiri myndir eiga eftir að bætast í safnið).
Þór Þ. - Grindavík 111:59
(25:17, 23:12, 30:18, 33:12)
Grindvíkingar luku deildarkeppninni á frekar dapurlegum nótum þegar þeir töpuðu með 52 stiga mun fyrir Þór Þorlákshöfn.
Grindavík: Gkay Gaios Skordilis 12/10 fráköst, Valdas Vasylius 10, Damier Erik Pitts 10/6 stoðsendingar, Zoran Vrkic 8/4 fráköst, Ólafur Ólafsson 5, Bragi Guðmundsson 4/4 fráköst, Hilmir Kristjánsson 3, Kristófer Breki Gylfason 3, Magnús Engill Valgeirsson 2, Nökkvi Már Nökkvason 2, Hinrik Guðbjartsson 0, Hafliði Ottó Róbertsson 0.