SSS
SSS

Íþróttir

  • Níundi samningur Jóhanns - samdi fyrst árið 1994
    Þeir Jóhann og Hólmar í æfingaferð með Keflvíkingum nú á dögunum. Mynd Jón Örvar.
  • Níundi samningur Jóhanns - samdi fyrst árið 1994
    Jóhann Birnir, Hólmar Örn, Jón Ben, Rúnar, Adam og Ingimundur.
Miðvikudagur 19. apríl 2017 kl. 09:42

Níundi samningur Jóhanns - samdi fyrst árið 1994

Keflvíkingar semja við reynslubolta og unglinga

Reynsluboltarnir Jóhann Birnir Guðmundsson og Hólmar Örn Rúnarsson hafa endurnýjað samning sinn við Keflavík í fótboltanum. Einnig sömdu Keflvíkingar við þrjá efnilega leikmenn innan félagsins.

Jóhann gerði þannig sinn níunda samning við Keflavík en hans fyrsti samningur var árið 1994 þegar hann kom frá Víði í Garði. Margir af ungu leikmönnunum sem spila með Keflavík í dag voru ekki fæddir þá. Jóhann var atvinnumaður í Englandi, Noregi og Svíþjóð á árunum 1998-2008 og á að baki 31 leik með landsliðum Íslands, þar af átta leiki með A landsliðinu. 193 leiki á hann með Keflavík í deild og bikar og hefur hann skorað í þeim 45 mörk.

Hólmar er annar eins reynslubolti en hann var að gera sinn fimmta samning við Keflavík. Einnig spilaði hann í atvinnumennskunni í Danmörku í tvö ár og með FH í þrjú ár. Hólmar á að baki einn landsleik með U21, 204 leiki með Keflavík í deild og bikar og hefur skorað í þeim 30 mörk en han á einnig að 67 leiki með FH og skoraði níu mörk og varð með þeim Íslandsmeistari árið 2012.

Viðreisn
Viðreisn

Ungu leikmennirnir heita Rúnar Þór Sigurgeirsson, Ingimundur Aron Guðnason og Adam Árni Róbertsson en allir spila þeir með 2. flokk. Ingimundur og Rúnar komu frá Víði í Garði árið 2011 en Adam kom til Keflavíkur 2016 en áður hafði hann spilað með sameiginlegu liði Keflavík/Njarðvik í 2. flokk, UMFL, Val Reyðarfirði og Reyni Sandgerði.