Íþróttir

Njarðvík vann Gróttu og heldur sér í toppbaráttunni
Hart barist í leik UMFN og Gróttu í kvöld. VF/pket.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 22. ágúst 2024 kl. 21:10

Njarðvík vann Gróttu og heldur sér í toppbaráttunni

Njarðvíkingar unnu mikilvægan 1-0 sigur á Gróttu í Lengjudeild karla í knattspyrnu á Rafholtsvellinum í Njarðvík í kvöld. Eftir misjafnt gengi án sigurs í nokkrum leikjum kláruðu Njarðvíkingar leikinn og héldu sér í toppbaráttunni.

Kaj Leo skoraði eina mark leiksins og sigurmark UMFN á 33. mínútu. Hann fékk boltann frá Tómasi Bjarka rétt utan teigs og hann náði góðu skoti sem söng í netinu. Eina mark leiksins.

Njarðvík er í 4. sæti deildarinnar eftir sigurinn, með sama stigafjölda og ÍR og Keflavík sem hefur leikið leik minna.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024