Til leigu (Skólamatur)
Til leigu (Skólamatur)

Íþróttir

Miðvikudagur 14. janúar 2004 kl. 23:11

Stelpuslagur 2004: Erla Þorsteins valin besti leikmaðurinn

Úrvalslið Suðurliðanna svokölluðu, liðanna af Suðurnesjum og Hauka, bar sigurorð af úrvalsliði Reykjavíkurliða, 99-78, í "Stelpuslag 2004" í kvöld, en leikurinn var haldinn í Seljaskóla. Reykjavíkurliðið hafði yfir í hálfleik, 47-45, en Suðurstúlkur komu sterkar til leiks í seinni hálfleik og tryggðu sér verðskuldaðan sigur að lokum.

Erla Þorsteinsdóttir, Keflavík, var valinn maður leiksins, en auk hennar léku fimm Keflavíkurstúlkur, þrír Grindvíkingar og einn Njarðvíkingur, Auður Jónsdóttir, með liðinu. Þá voru Haukastúlkurnar Helena Sverrisdóttir og Pálína Gunnlaugsdóttir einnig í sigurliðinu.

Birna Valgarðsdóttir var annars stigahæst Suðurliðsins með 17 stig en Erla Þorsteins kom henni næst með 14 stig og tók auk þess 10 fráköst.

Eplunus Brooks, ÍR, var stigahæst Reykjavíkurliðsins með 16 stig, en KR-ingurinn Katie Wolfe skoraði 12 stig.

Anna María Sveinsdóttir úr Keflavík vann þriggja stiga skotkeppnina eftir æsispennandi lokarimmu við Pálínu Gunnlaugsdóttur. Þá unnu Katie Wolfe og Erla Reynisdóttir hvor í sínum riðlinum í vítaskotakeppninni.

 

Hér má finna tölfræði leiksins