HS Orka
HS Orka

Íþróttir

Suðurnesjamenn hylla landsliðið
Mánudagur 4. júlí 2016 kl. 09:45

Suðurnesjamenn hylla landsliðið

- Safnast saman meðfram Reykjanesbraut

Suðurnesjamenn ætla að fjölmenna meðfram Reykjanesbraut frá Keflavíkurflugvelli í dag þegar landsliðið í fótbolta lendir eftir frækna för á EM í Frakklandi. Áætlað er að vélin sem liðið flýgur með lendi klukkan 17:20 og á samfélagsmiðlum er fólk hvatt til að fjölmenna og raða sér meðfram Reykjanesbrautinni, frá flugstöðinni. Þá er fólk hvatt til að klæðast landsliðstreyjum eða bláu og vera með fána.

Frá Keflavíkurflugvelli fer liðið með rútu á Arnarhól þar sem formleg móttökuathöfn fer fram.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024