Heklan
Heklan

Íþróttir

Sveindís Jane sú tíunda besta í sænsku deildinni
Landsliðskonan Sveindís Jane á topp tíu í Svíþjóð. Samsett mynd: Fótbolti.net / Damallsvenskan Nyheter
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
þriðjudaginn 9. nóvember 2021 kl. 14:49

Sveindís Jane sú tíunda besta í sænsku deildinni

Íslenskir ​​ofurhæfileikar Keflvíkingsins heilla Svía

Sænski vefmiðillinn Damallsvenskan Nyheter setur Sveindísi Jane Jónsdóttir í tíunda sæti yfir bestu leikmenn tímabilsins í sænsku knattstpyrnunni og segir að íslenskir ​​ofurhæfileikar tryggi henni stórkostlegt tímabil. Sveindís sé einn fljótasti leikmaður deildarinnar og auk þess hafi hún yfir frábærri tækni að ráða. Þá reynast „hrottalega löng innköst“ Sveindísar vel í sóknum og eru oft skeinuhætt.

Kristianstad endaði í þriðja sæti deildarinnar og lék Sveindís nítján leiki með liðinu og skoraði í þeim sex mörk. Nú heldur Sveindís á ný mið en hún flytur til Wolfsburg um næstu mánaðarmót og gengur til liðs við þýska stórliðið sem hún gerði samning við um síðustu áramót.

Tengdar fréttir