Ummæli knattspyrnuþjálfara valda titringi
Njarðvíkingar ósáttir vegna færslu um Stefan Bonneau
Ummæli Guðmundar Steinarssonar þjálfara knattspyrnuliðs Njarðvíkinga, um meiðsli Stefan Bonneau, hafa vakið nokkra reiði meðal Njarðvíkinga.
Guðmundur skrifaði tíst í gær þar sem hann ber upp þá spurningu hvort Njarðvíkingar muni aftur standa við bakið á Stefan í enduhæfingu vegna slitinnar hásinnar eins og þeir hafa gert undanfarna mánuði. Viðtal við Gunnar Örlygsson formann körfuknattleiksdeildar UMFN fyrr í vetur, vakti nokkra athygli þar sem Gunnar talaði um náungakærleik félagsins í garð Stefan.
Verður fróðlegt að sjá hvað ákveðin tegund af kærleik gerir núna? #flokkstjóri #sumaríReykjanesbæ
— Gummi Steinars (@gummisteinars) March 21, 2016
Fjölmargir Njarðvíkingar hafa lagt orð í belg vegna færslu Guðmundar á Twitter og Facebook, en þeirra á meðal eru Logi Gunnarsson leikmaður Njarðvíkinga og Teitur Örlygsson aðstoðarþjálfari liðsins.
@gummisteinars nú af hverju? Hvað myndir þú gera ef leikmaður hjá þér myndi meiðast. Gott að ég valdi körfuna 😉
— Logi Gunnarsson (@logigunnars) March 22, 2016
@gummisteinars Vona bara að knattspyrnuliðið okkar geri það sama ef leikmenn hjá þeim meiðast hvort svo sem þeir eru erlendir eða íslenskir
— Logi Gunnarsson (@logigunnars) March 22, 2016
@gummisteinars classy
— Teitur Örlygsson (@teitur11) March 22, 2016