Palóma
Palóma

Mannlíf

Antonio Banderas hoppar í snjónum á Keflavíkurflugvelli - MYNDBAND
Miðvikudagur 18. febrúar 2015 kl. 15:44

Antonio Banderas hoppar í snjónum á Keflavíkurflugvelli - MYNDBAND

Það eru ekki allir jafn pirraðir út í snjóinn, hríðina, skaflana og ófærðina sem hefur einkennt veðurfarið á Íslandi að undanförnu. Mörgum ferðamönnum finnst þetta æði - og að þeir fái allt fyrir peninginn þegar þeir fá að upplifa alvöru veður sem tengist nafni landsins. 

Einn þeirra er leikarinn Antonio Banderas, en hann birti meðfylgjandi myndband á Facebook síðu sinni í gær. Þar sést hann hoppa af ánægju og gleði í fjúkinu á Keflavíkurflugvelli. Myndbandinu fylgir kveðjan: „Frozen greetings from Iceland. Care to join me?“ (Frosnar kveðjur frá Íslandi. Viltu vera memm?)

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Af myndbandinu að dæma virðist leikarinn vinsæli vera staddur við húsnæði Suðurflugs, þar sem einkaþotur hafa gjarnan viðkomu til að taka eldsneyti.