Mannlíf

Fjör á Öskudeginum
Birta Mjöll, „sveppamaðurinn“.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 23. febrúar 2023 kl. 15:38

Fjör á Öskudeginum

Mikið fjör var um allt land á Öskudaginn ogmættu krakkarnir mörg í búningum og sungu í fyrirtækjaheimsóknum. Birta Mjöll Böðvarsdóttir 14 ára, í 8. bekk í Heiðarskóla í Reykjanesbæ var ein af þeim sem lagði mikla vinnu í búninginn sinn. 

Hún varð í 1. sæti  á unglingastigi fyrir frumlegan búning í búningakeppni skólans. Birta lagði mikla vinnu í búninginn og var að sögn móður hennar búin að vera í marga mánuði að undirbúa hann. Karakterinn í búningi Birtu er George not found, the mushroom man. 

Fjöldi barna heimsótti fyrirtæki og mörg komu við á skrifstofu Víkurfrétta og tóku lagbút. 

Krakkarnir tóku öll lagið þegar þau mættu og stundum var snuð „búningur“ dagsins.