Þjóðhátíðardegi fagnað í Reykjanesbæ á 80 ára afmæli lýðveldisins
Þjóðhátíðardegi Íslendinga er fagnað í Reykjanesbæ ár hvert þegar stærsti fáni landsins er dreginn að húni á fánastönginni í skrúðgarðinum í Keflavík.
HÁTÍÐARDAGSKRÁ
Kl. 12:00 – Hátíðarguðþjónusta í Keflavíkurkirkju
Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar, organista
Sr. Fritz Már Jörgensson er prestur
Heiðabúar standa heiðursvörð og taka þátt í athöfninni
Kl. 13:00 – Skrúðganga leggur af stað frá Keflavíkurkirkju
Heiðabúar marsera með hátíðarfánann og Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar spilar undir ásamt sérstökum gestum úr U.S. Naval Forces Europe and Africa Band
Kl. 13:20 – 13:45 – Hátíðardagskrá í skrúðgarðinum í Keflavík
Fánahylling: Friðrik Georgsson, rafvélavirkjameistari
Þjóðsöngur: Karlakór Keflavíkur
Setningarræða: Guðný Birna Guðmundsdóttir, forseti bæjarstjórnar
Fjallkona: Eva Margrét Falsdóttir, nýstúdent
Ræða dagsins: Böðvar Jónsson, framkvæmdastjóri
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, stýrir dagskrá
SKEMMTIDAGSKRÁ
Kl. 13:45 – 16:00 Skemmtidagskrá í skrúðgarðinum í Keflavík
Á plattanum og á sviði:
Kl. 13:45 Afmæliskórar undir stjórn Jóhanns Smára Sævarssonar og Arnórs Vilbergssonar
Kl. 14:00 Atriðið Matthildur frá Team DansKompaní
Kl. 14:15 Bjartmar og Bergrisarnir
Kl. 14:45 Drottningin sem kunni allt nema…
Kl. 15:00 JóiPé og Króli
Kl. 15:30 DansKompaní
Kl. 15:45 BMX brós
Hoppukastalar
Fígúrur frá Leikfélagi Keflavíkur
Hestateyming
Andlitsmálning
Skemmtistöðvar og sölubásar
Kl. 16:00 – 18:00 Skemmtidagskrá fyrir ungmenni í skrúðgarðinum í Keflavík
Vatnsblöðrustríð
Hoppukastalaþraut
Vatnsrennibrautargleði
Alls kyns skemmtistöðvar
Mælum með að ungmenni taki handklæði með sér. Ekki er aðstaða til að skipta um föt
AÐRIR VIÐBURÐIR
Kl. 13:30 – 17:00 Kaffisala Kvenfélags Keflavíkur í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju
Kl. 14:00 – 17:00 Kaffisala Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur í Njarðvíkurskóla
Kl. 12:00 – 17:00 Duus Safnahús opin – aðgangur ókeypis
Kl. 11:00 – 18:00 Rokksafn Íslands opið – aðgangur ókeypis
Frítt í strætó sem ekur samkvæmt laugardagsáætlun
Dagskrá í tilefni 80 ára afmælis lýðveldisins
Forsætisráðuneytið býður landsmönnum upp á lýðveldisafmælisköku í skrúðgarðinum í Keflavík.
Sungið með landinu.
Félagar úr kórum Reykjanesbæjar syngja Ávarp fjallkonunnar undir stjórn Arnórs Vilbergssonar og Jóhanns Smára Sævarssonar – í skrúðgarðinum
Bók til landsmanna – Fjallkona.
Þú ert móðir vor kær. Afhent í Bókasafninu og Sundmiðstöð á opnunartíma
Rís þú unga Íslands merki.
Á lýðveldishátíðinni á Þingvöllum 1944 var hinn nýi þjóðfáni hylltur. Fáninn er líklega sá stærsti sinnar tegundar. Sýndur í Duus safnahúsum. Boðið upp á kaffi og kleinur á þjóðhátíðardaginn.